mán 20. maí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Galatasaray meistari eftir hreinan úrslitaleik
Mynd: Getty Images
Galatasaray er tyrkneskur meistari í 22. sinn og annað árið í röð.

Galatasaray mætti Istanbul Basaksehir í hreinum úrsitaleik um titilinn í gær, sunnudag. Fyrir leikinn voru bæði lið með 66 stig og tvær umferðir eftir. Fyrri deildarleikur þessara liða á tímabilinu endaði með jafntefli, en það eru innbyrðis viðureignir sem gilda í Tyrklandi.

Í gær var það Galatasaray sem hafði betur, 2-1. Sofiane Feghouli og Henry Onyekuru skoruðu mörk Galatasaray gegn Emanuel Adebayor, Robinho og félögum í Istanbul Basaksehir. Robinho og Adebayor komu báðir inn á sem varamenn í leiknum.

Istanbul Basaksehir komst 1-0 yfir og urðu læti á vellinum eftir markið enda leikið á heimavelli Galatasaray. Heimamenn sneru við leiknum í seinni hálfleiknum og þá varð léttara yfir áhorfendum á vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner