mið 20. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Natale: Liverpool til í að gera allt til að fá mig
Antonio Di Natale hélt lengi tryggð við Udinese.
Antonio Di Natale hélt lengi tryggð við Udinese.
Mynd: Getty Images
Antonio Di Natale, fyrrum sóknarmaður Udinese og ítalska landsliðsins, segir að Liverpool hafi sýnt sér mikinn áhuga þegar hann var upp á sitt besta. ann

Á tólf árum hjá Udinese skoraði Di Natale hvorki meira né minna en 227 mörk í 446 leikjum.

Þrátt fyrir mikinn áhuga annars staðar frá þá hélt Di Natale alltaf tryggð við Udinese, alveg þangað til skórnir fóru upp á hillu árið 2016.

Hann segir í samtali við Tuttosport: „Liverpool var tilbúið að gera allt til að fá mig, en það hefði ekki verið vit í því fyrir mig að fara til Englands þegar ég var búinn að hafna Juventus."

Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur Di Natale snúið sér að þjálfun og er í dag þjálfari U17 liðs Spezia. Í aðalliði Spezia er sóknarmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner