Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einherji fær tvo heimamenn til baka
Mynd: Einherji
Einherji, sem leikur í 3. deild karla, hefur fengið tvo heimamenn til baka sem munu spila með liðinu í sumar. Þetta eru þeir Sverrir Hrafn Friðriksson og Sigurður Vopni Vatnsdal.

Sverrir Hrafn er kominn heim eftir tveggja ára dvöl hjá Tindastól. Sverrir er fæddur árið 1997 og hefur leikið 109 leiki í deild og bikar fyrir Einherja og Tindastól og skorað í þeim sjö mörk. Sverrir getur spilað bæði í vörn og á miðju og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Sigurður Vopni kemur heim eftir þriggja ára flakk á suðurlandinu. Sigurður er fæddur árið 1996 og hefur leikið 59 leiki fyrir Einherja, Álafoss og KH og skorað í þeim 7 mörk. Sigurður er lunkinn sóknarmaður og getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.

„Við bjóðum þá velkomna heim, það er gríðarleg ánægja að fá okkar stráka til baka. Við hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum í sumar," segir í tilkynningu Einherja.

Athugasemdir
banner
banner