Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 20. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Campos er búinn að samþykkja tilboð frá Tottenham
Luis Campos er einu ári yngri heldur en Mourinho.
Luis Campos er einu ári yngri heldur en Mourinho.
Mynd: Yahoo
Canal+ og RTP eru búin að tilkynna að Luis Campos, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lille, sé að ganga í raðir Tottenham til að starfa við hlið Jose Mourinho.

Tottenham hefur lengi verið á höttunum eftir Campos og taka stuðningsmenn félagsins þessum fregnum fagnandi. Það er ekki búið að staðfesta skiptin en þau hafa legið í loftinu í langan tíma.

Campos er mikilsvirtur og hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt hjá Mónakó frá 2013 til 2016 og svo hjá Lille síðan 2017. Þar áður starfaði hann sem njósnari fyrir Real Madrid eftir að hafa stýrt knattspyrnufélögum víðs vegar um Portúgal í rúman áratug.

Campos var ráðinn sem yfirnjósnari hjá Real Madrid en starf hans þar vakti mikla athygli. Hjá Mónakó á Campos heiðurinn á að hafa fengið menn á borð við Anthony Martial, Bernardo Silva, Anthony Martial og Fabinho til félagsins.

Á dvöl sinni hjá Real starfaði Campos undir stjórn Mourinho og bað portúgalski stjórinn sérstaklega um að fá samlanda sinn sem yfirmann knattspyrnumála.
Athugasemdir
banner
banner
banner