Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Alfreð: Ekki langt í að fundir íslenska landsliðsins fari fram á þýsku
Icelandair
Alfreð Finnbogason í upphitun fyrir Argentínu leikinn.
Alfreð Finnbogason í upphitun fyrir Argentínu leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðverjinn Sebastian Boxleitner.
Þjóðverjinn Sebastian Boxleitner.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherji íslenska landsliðsins, Alfreð Finnbogason var spurður að því á fréttamannafundi Íslands í morgun af þýskum fréttamanni hvað leikmenn læra í Þýskalandi.

Alfreð hefur leikið með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni frá því í janúar 2016.

„Þú lærir ýmislegt þegar þú spilar í Þýskalandi, eitt af því er til dæmis það að þú mætir ekki seint á fundi í Þýskalandi," sagði Alfreð en hann hefur leikið í sjö löndum á ferli sínum. Hann segir að það sé ekkert eitt land sem hefur meiri áhrif en önnur.

Hann minntist síðan á það að í íslenska þjálfarateyminu talar stór hluti af því þýsku, en til að mynda er styrktarþjálfari íslenska landsliðsins þýskur, Sebastian Boxleitner. Þá lék bæði Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari og Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari í Þýskalandi á sínum tíma.

„Það er fyndið að hlusta á þá tala saman og það er ekki langt í að liðsfundir íslenska landsliðsins fari að hluta til fram á þýsku," sagði Alfreð og brosti til þýska blaðamannsins sem spurði Alfreð á fundinum.
Athugasemdir
banner