mið 20. júní 2018 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Alfreð: Gleymum ekki Lars en einbeitingin er hér
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason leikmenn íslenska landsliðsins voru spurðir að því á fréttamannafundi í morgun af sænskri fjölmiðlakonu hversu mikikvægur Lars Lagerback fyrrum landsliðsþjálfari Íslands var fyrir íslenska landsliðið.


„Lars Lagerback gaf okkur ótrúlega mikið. Hann kom inn á góðum tíma þegar íslenskur fótbolti þurfti á svona náunga að halda. Hann kom inn með alþjóðlega reynslu. Við tókum marga hluti frá honum og hann vann frábært starf fyrir okkur. Eftir að hann fór höfum við haldið áfram að vaxa og farið lengra. Innkoma Lars hafði áhrif," sagði Hannes Þór og Alfreð bætti við.

„Lars gerði frábæra hluti fyrir íslenska knattspyrnu og hann kom okkur á annað stig," sagði Alfreð en vildi samt eyða fleiri orðum um þá leikmenn og starfsmenn sem væru núna á HM og ekki vera að tala um fortíðina.

„Þjálfararnir hafa tekið skref fram á við og við höfum fleiri möguleika í taktík. Auðvitað höfum við núna fleiri leikmenn með meiri reynslu en við gleymum því ekki hvað Lars gerði fyrir íslenska knattspyrnu en fókusinn er núna á því sem gerist hér og á þeim starfsmönnum sem hér eru."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner