Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Írans og Spánar: Carvajal og Vazquez byrja
Mynd: Getty Images
Carlos Queiroz, þaulreyndur landsliðsþjálfari Írans, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Marokkó að velli með einu marki gegn engu.

Íran mætir Spánverjum í síðasta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu og er nokkuð ljóst að Íranar þurfa að taka á honum stóra sínum.

Fernando Hierro gerir tvær breytingar á spænska liðinu sem gerði 3-3 jafntefli við Portúgal.

Dani Carvajal er búinn að ná sér af meiðslum og tekur stöðu Nacho í hægri bakverði. Nacho skoraði glæsilegt mark gegn Portúgölum.

Þá kemur Lucas Vazquez inn í liðið í stað Koke og er nokkuð ljóst að Spánverjar eru mættir í þennan leik til að blása til sóknar.

Íran: Beiranvand, Rezazeian, Hosseini, Pouraliganji, Hajsafi, Ezatolahi, Ebrahimi, Taremi, Amiri, Ansarifard, Azmoun.

Spánn: De Gea, Alba, Ramos, Pique, Carvajal, Iniesta, Busquets, Vazquez, Isco, Silva, Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner