Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. júní 2018 11:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Portúgal og Marokkó: Joao Mario kemur inn
Mynd: Getty Images
Evrópumeistararnir frá Portúgal mæta Marokkó í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Portúgal gerir eina breytingu á liðinu sem gerði 3-3 jafntefli við Spán í fyrstu umferð. Joao Mario kemur inn í stað Bruno Fernandes.

Marokkó gerir þrjár breytingar á sínu byrjunarliði eftir ótrúlega svekkjandi 1-0 tap gegn Íran í opnunarleiknum. Sigurmarkið kom á 95. mínútu, þegar Aziz Bouhaddouz skallaði knöttinn í eigið net.

Markavélin Ayoub El Kaabi byrjar á bekknum gegn Portúgölum rétt eins og Amine Harit, miðjumaður Schalke, og Romain Saiss, varnarmaður Wolves.

Marokkó breytir einnig um leikkerfi á milli leikja og skiptir úr 3-4-3 yfir í 4-2-3-1. Portúgalar halda áfram með nokkuð klassískt 4-4-2 leikkerfi.

Portúgal: Rui Patrício, Cédric, Pepe, Fonte, Guerreiro, Silva, Carvalho, Moutinho, João Mário, Ronaldo, Guedes

Marokkó: Munir, Dirar, Da Costa, Benatia, Hakimi, El Ahmadi, Boussoufa, Belhanda, Amrabat, Boutaib, Ziyech
Athugasemdir
banner
banner
banner