Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. júní 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Hannes: Þarf að hafa mikið fyrir því að hafa spennustigið rétt
Icelandair
Hannes í leiknum gegn Argentínu.
Hannes í leiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segist ekki gera eitthvað sérstakt til að gíra sig upp í stóra leiki með íslenska landsliðinu.

Hannes hefur vakið gífurlega athygli á HM í Rússlandi en hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi um síðustu helgi.

„Ég er ekki með neina fasta rútínu. Ég spila þetta svolítið eftir eyranu og geri hlutina eftir því hvernig skapi ég er í," sagði Hannes á fréttamannafundi í dag.

„Því stærri leikirnir sem verða því stressaðari verður maður. Þá þarf að halda spennustiginu réttu og ég þarf yfirleitt að halda því niðri. Ég þarf ekki að gíra mig upp."

„Það hentar mér vel að spila þessa stóru leiki en ég þarf að hafa mikið fyrir því að róa taugarnar og hafa spennustigið á réttum stað. Yfirleitt er það þannig að þegar leikurinn byrjar þá smellur þetta og gengur vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner