banner
   mið 20. júní 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs: Kannski hjálpar að taka vítamín
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heitt verður í veðri þegar Ísland mætir Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. Spáð er 31 stiga hita þegar leikurinn fer fram.

Moskítófaraldur er í Volgograd en Harry Kane og fleiri leikmenn kvörtuðu yfir því eftir leik Englands og Túnis sem fór fram þar á mánudagskvöld.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að menn séu við öllu búnir fyrir leikinn á föstudag, bæði hvað varðar hitann og flugurnar.

„Auðvitað höfum við rætt um þetta. Við höfum fengið upplýsingar og hjálp með þetta," sagði Helgi á fréttamannafundi í dag.

„Þetta eru hlutir sem við getum ekki breytt og við þurfum að taka þessu. Við erum með lækna og reynum að undirbúa okkur eftir bestu getu. Kannski hjálpar að taka vítamín eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður eins fyrir bæði lið."

Sjá einnig:
„Kúgast ef ég fæ flugur upp í mig"
Kane kvartar yfir flugunum - Ísland spilar þarna á föstudag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner