Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM í dag - Leikið í A- og B-riðli
Mynd: Getty Images
2. umferð riðlakeppninar heldur áfram í dag og það er nóg af flottum leikjum í boði.

Í hádegisleik dagsins mæta Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal liði Marokkó. Portúgal gerði jafntefli við Spán í fyrstu umferðinni á meðan Marokkó tapaði nokkuð óvænt fyrir Íran.

Klukkan 15:00 mætast Úrúgvæ og Sádí-Arabía í síðari leik A-riðils. Úrúgvæ vann góðan sigur á Egyptum í fyrst umferðinni á meðan Sádí-Arabía þarf að sína mun betri frammistöðu en þeir gerðu gegn Rússum þar sem þeir fengu vænan skell.

Að lokum mætir topplið Íran liði Spánar í lokaleik dagsins. Það verður spennandi að sjá hvort Íran geti komið enn meira á óvart.

Leikir dagsins:

A-riðill:
15:00 Úrúgvæ - Sádí-Arabía

B-riðill:
12:00 Portúgal - Marokkó
18:00 Íran - Spánn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner