Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 06:40
Elvar Geir Magnússon
Ísland ferðast til sögulegrar borgar í dag
Icelandair
'Móðurlandið kallar' er ein frægasta stytta heims en hún er staðsett í Volgograd.
'Móðurlandið kallar' er ein frægasta stytta heims en hún er staðsett í Volgograd.
Mynd: Getty Images
Keppnisvöllurinn í Volgograd.
Keppnisvöllurinn í Volgograd.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið tekur æfingu á vellinum sínum við Svartahafið í dag og mun svo seinni partinn fljúga yfir til Volgograd, borgarinnar þar sem leikið verður gegn Nígeríu á föstudaginn.

Það verður nú af meindýravörnum með í för enda moskítófaraldur í borginni.

Volgograd hét áður Stalíngrad en 1961 var nafninu breytt þegar stjórn Nikita Khrushchev reyndi að afmá nafn Stalíns af flestu í Rússlandi. Margir Rússar vilja að Stalíngrad nafnið verði aftur tekið upp.

Sagan drýpur af hverju strái en í borginni átti sér stað blóðug og óhugnaleg orrusta í seinni heimsstyrjöldinni.

Þar var vendipunktur þegar 'Orrustan um Stalíngrad' fór fram. Hún er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar en hátt í 2 milljónir manna voru myrtir, limlestir eða handteknir.

Borgin var álitin gríðarlega verðmæt vegna staðsetningar sinnar og að siglingaleiðin Volga er við hana. Þýski herinn gerði umsátur um borgina 1942 en Sovétmenn vörðu hana frækilega. Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja.

Illugi Jökulsson skrifaði grein í Stundina um þessa orrustu en lokaorð hennar voru á þessa leið:

„Þangað fara Íslendingar sem sagt í sumar að spila fótbolta. Megi þeim vel farnast en í guðanna bænum, íþróttafréttamenn! – ekki kalla leikinn við Nígeríu „orrustuna um Stalíngrad“. Allir þeir sem fórnuðu lífi sínu í þeim hryllilega slag eiga betra skilið en að örlögum þeirra sé jafnað við fótboltaleik," skrifaði Illugi.
Athugasemdir
banner
banner
banner