banner
   fim 20. júní 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dregið í 1. umferð enska Deildabikarsins - Salford mætir Leeds
Eigendur Salford fylgjast með leik hjá félaginu í vor.
Eigendur Salford fylgjast með leik hjá félaginu í vor.
Mynd: Getty Images
Í kvöld var dregið í 1. umferð deildabikarsins. Þar mætast lið í ensku Championship deildinni, League 1(þriðju efstu deild) og League 2(fjórðu efstu deild). Í næstu umferð koma inn þau lið í úrvalsdeildinni sem taka ekki þátt í Evrópukeppni.

Það helsta í þessum drætti er að Salford City, lið í eigu 92 árgangsins fræga hjá Manchester United, tekur á móti Leeds. Phil Neville, Gary Neville, Nicky Butt, Paul Scholes, Ryan Giggs og David Beckham eiga allir 10% hlut í Salford félaginu.

Salford komst upp í League 2 í vor eftir gott gengi í utandeildunum undanfarin ár.

Þá mætir Reading, lið Jóns Daða Böðvarssonar, liði Wycombe Wanderers á útivelli og Brentford, lið Patriks Sigurðar Gunnarssonar, fær Cambridge í heimsókn.

Dráttinn má sjá hér að neðan en hann er tvískiptur eftir landssvæðum. Leikirnir verða leiknir í þriðju vikunni í ágúst.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner