Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Gylfa til Arnórs og Harðar
Nikola Vlasic.
Nikola Vlasic.
Mynd: Getty Images
CSKA Moskva hefur gengið frá kaupum á Nikola Vlasic. Hann kemur til félagsins frá Everton. Vlasic skrifar undir fimm ára samning við CSKA Moskvu.

Vlasic skoraði átta mörk og lagði upp sjö í 34 leikjum á láni hjá CSKA á síðasta tímabili.

Þessi króatíski landsliðsmaður gekk í raðir Everton 2017 fyrir 10 milljónir punda frá Hadjuk Split. Hann náði ekki að standast væntingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

Sagt er að CSKA borgi fyrir hann 14 milljónir punda núna.

Þessi 21 árs gamli leikmaður fer úr því að verða liðsfélagi Gylfa Þór Sigurðssonar í það að verða liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar hjá CSKA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner