banner
   fim 20. júní 2019 12:32
Arnar Daði Arnarsson
Hjörvar um Hannes: Suit-up gallinn var ekki allt í einu klár
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes í leiknum gegn KR í gær.
Hannes í leiknum gegn KR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hjörvar Hafliðason íþróttafréttamaður svaraði gagnrýni Hannesar Þórs Halldórssonar og fleiri í hans garð í podcastþættinum Dr. Football í dag.

Hannes hefur verði mikið gagnrýndur fyrir að fara í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar á sama tíma og Valur lék gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni en hann hafði meiðst lítillega í landsleik á dögunum og sneri aftur gegn KR í gær.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

„Það er búið að vera skrítið mál í gangi. Í rauninni er þetta ekkert mál. Hannes Þór Halldórsson fer í brúðkaup hjá manni sem er besti landsliðsmaður frá upphafi. Respect á hann að fá boðið og mæta til hans. Ekkert mál," sagði Hjörvar í podcastþætti sínum, Dr. Football í dag.

„Hann spilar landsleik á þriðjudegi og þetta brúðkaup er síðan síðasta laugardag. Hann meiðist í leiknum og ég trúi því alveg 100% og Óli Jó leyfir honum að fara til Ítalíu. Gott og vel. Ég skil Hannes alveg vel, það er eitt prinsipp sem ég er með í lífinu, Happy Wife, Happy life. Hann hefur væntanlega fengið boð meðan hann bjó í Aserbaídsjan og sagt "Já ég mæti í brúðkaup, ég hlakka til. Þetta verða skemmtilegir dagar í Como." Síðan breytast aðstæður hjá honum og hann fer til Vals. Eru þið ekki sammála þessu? sagði Hjörvar.

„Þetta er bara svona," svara Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson og Hjörvar heldur áfram.

„Hann skrifar undir hjá Val og segir að þessa daga hér, verð ég því miður staddur við Como vatn á Ítalíu og ég missi af ÍBV leiknum. Ekkert vandamál."

Í úvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 sagði Hjörvar svo í gær að hann viti til þess að það hafi verið í samningi Hannesar við Val að hann mætti fara í brúðkaupið. Hannes sagði í gær að það væri ósatt en um það segir Hjövar:

„Ég mæti í Brennsluna klukkan 07:00 í gærmorgun og segi þar að hann hafi verið búinn að semja um þetta munnlega. Hann fer bara í þetta brúðkaup. Sko, Hafliðason er ekki svona heimskur. Auðvitað veit ég alveg að flugið var ekkert allt í einu klárt eftir að hann meiðist í leik gegn Tyrkjum. Suit up gallinn var ekkert allt í einu klár eftir að hann meiðist í leiknum gegn Tyrkjum. Gistingin við Como-vatnið var ekkert allt í einu klár á núll einni."

„Allt ferlið að henda sér í svona brúðkaup og börnin í pössun og allt svoleiðis. En ég styð þetta að sjálfsögðu. Happy Wife, Happy Life. En síðan verður einhver æsingur útaf þessu öllu saman. Það er ekkert til að æsa sig yfir."

Athugasemdir
banner
banner
banner