banner
   fim 20. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - Riðlakeppninni lýkur
Evrópumeistarar Hollands eru komnir áfram.
Evrópumeistarar Hollands eru komnir áfram.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppnin á HM kvenna í Frakklandi klárast í dag með fjórum leikjum. Leikið er í E- og F-riðli.

Í E-riðlinum mætast Holland og Kanada annars vegar og Kamerún og Nýja-Sjáland hins vegar. Fyrir leikina eru Kanada og Holland með sex stig á meðan hin tvö liðin eru án stiga.

Holland og Kanada eru því komin áfram í 16-liða úrslitin, en leikur Kamerún og Nýja-Sjálands er þó mikilvægur þar sem fjögur lið með góðan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni fara einnig áfram í 16-liða úrslit.

Í F-riðli er sama staða í gangi. Bandaríkin og Svíþjóð mætast, bæði lið með sex stig. Tæland og Síle eru án stiga og mætast.

Í kvöld mun það skýrast hvaða lið eigast við í 16-liða úrslitunum.

fimmtudagur 20. júní

E-riðill
16:00 Holland - Kanada (RÚV)
16:00 Kamerún - Nýja-Sjáland (RÚV 2)

F-riðill
19:00 Svíþjóð - Bandaríkin (RÚV 2)
19:00 Tæland - Síle
Athugasemdir
banner
banner
banner