Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júní 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi: Úrslitaleikur gegn Katar á sunnudaginn
Mynd: Getty Images
Argentíska landsliðið hefur byrjað Copa America keppnina illa. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Argentína gerði í nótt 1-1 jafntefli við Paragvæ. Lionel Messi gerði mark Argentínumanna úr vítaspyrnu. Í stöðunni 1-1 fékk Paragvæ vítaspyrnu sem mislukkaðist.

Messi, sem er fyrirliði landsliðsins, hefur áhyggjur af gengi liðsins.

„Það er pirrandi að vinna ekki leiki. Við þurfum sigur til þess að komast áfram. Við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Messi eftir leikinn í nótt.

„Við erum enn að finna besta liðið og sigur myndi gefa liðinu mikið."

„Næsti leikur skiptir öllu máli fyrir okkur og við verðum að vinna leikinn. Það væri brjálæði ef við komumst ekki áfram."

Argentína mætir Katar á sunnudaginn í lokaleik riðilsins. Ljóst er að ekkert nema sigur dugir liðinu til þess að komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner