Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júní 2019 09:35
Elvar Geir Magnússon
Misvísandi fréttir af Man Utd og Wan-Bissaka
Powerade
Aaron Wan-Bissaka er á EM U21 með Englandi.
Aaron Wan-Bissaka er á EM U21 með Englandi.
Mynd: Getty Images
Jorginho til Juve?
Jorginho til Juve?
Mynd: Getty Images
Lampard, Wan-Bissaka. Pogba, Maguire og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Chelsea vonast til að ráða Frank Lampard, stjóra Derby, sem nýjan stjóra á Stamford Bridge á þriggja ára samningi í lok vikunnar. (Standard)

Manchester United hefur gert samkomulag við Crystal Palace um að greiða 55 milljónir punda fyrir enska U21-landsliðsvarnarmanninn Aaron Wan-Bissaka. (Record)

Þessum fréttum um United og Wan-Bissaka hefur verið neitað annars staðar. Sagt er að félögin séu enn í viðræðum. (Mail)

Real Madrid hefur gert 115 milljóna punda tilboð í Neymar hjá Paris St-Germain og vill bæta við Gareth Bale (29) eða James Rodriguez (27) við samkomulagið á móti. (Mundo Deportivo)

Neymar (27) hefur verið að skoða hús í Barcelona en orðrómur er í gangi um að hann sé aftur á leið til Börsunga frá Paris St-Germain. (Sport)

Bayern München mun berjast við Manchester City um spænska miðjumanninn Rodri hjá Atletico Madrid. (AS)

Jorginho (27) er tilbúinn að hætta hjá Chelsea og fylgja Maurizio Sarri til Juventus, aðeins ári eftir að brasilíski miðjumaðurinn var keyptur á 50 milljónir punda frá Napoli. (Mirror)

Inter og Atletico Madrid hafa áhuga á bakverðinum Ryan Bertrand (29) hjá Southampton. (Mail)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur áhuga á að kaupa David Brooks (21) miðjumann Bournemouth og Wales. (Sun)

Arsenal vill fá skoska bakvörðinn Kieran Tierney (22) frá Celtic í sumar. (Mail)

Arsenal gæti gert tilboð í franska varnarmanninn William Saliba (18) í lok tímabilsins. (Yahoo Sport France)

Mohamed Diame (32), miðjumaður Newcastle United, mun líklega ganga í raðir Al-Gharafa í Katar þegar samningur hans rennur út í lok mánaðarins. (Chronicle)

Sporting Lissabon er í viðræðum við Liverpool um kaup á portúgalska vængmanninum Rafael Camacho (19). (Standard)

Norwich er ákveðið í að halda bakverðinum Max Aarons (19) þrátt fyrir áhuga Manchester United. (Telegraph)

Arsenal er að undirbúa tilboð í ungverska vængmanninn Dominik Szoboszlai (18) hjá Red Bull Salzburg. (Football Insider)

Forráðamenn Juventus eru kokhraustir og telja sig geta skákað Real Madrid í baráttunni um Paul Pogba (26), miðjumann Manchester United. (Mirror)

Pogba óttast að hár verðmiði Manchester United fæli Real Madrid frá. (Telegraph)

Harry Maguire (26), varnarmaður Leicester, hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína. Manchester City og Manchester United hafa sýnt honum áhuga. (Manchester Evening News)

Napoli hefur gert fjögurra milljóna punda samkomulag við Arsenal um kólumbíska markvörðinn David Ospina (30). (Football.London)

Enski U21-landsliðsmarkvörðurinn Dean Henderson (22) mun skrifa undir nýjan samning við Manchester United áður en hann verður aftur lánaður til Sheffield United. (Mirror)

Brighton er nálægt því að ná samkomulagi við Portsmouth um enska varnarmanninn Matt Clarke (22). (Sky Sports)

Sheffield United, Aston Villa og West Brom hafa öll áhuga á Bradley Dack (25), sóknarmanni Blackburn. (Mail)

West Brom er í viðræðum við Arsenal um enska varnarmanninn Carl Jenkinson (27). Skosku meistararnir í Celtic hafa einnig áhuga. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner