Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 20. júní 2019 14:49
Elvar Geir Magnússon
Morrison í leit að níunda félagi sínu á sjö árum
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison hefur yfirgefið Östersund en aðeins fjórir mánuðir eru síðan hann gekk í raðir sænska félagsins.

Morrison, sem er 26 ára, er fyrrum leikmaður Manchester United og þótti gríðarlegt efni á sínum tíma. En hann er mikill vandræðagemsi og hefur engan veginn náð að festa niður rótum.

Talsmaður Östersund segir að félagið hafi ekkert heyrt í Morrison. Hann hafi pakkað saman og farið í sumarfrí og væri ekki væntanlegur til baka.

Hann segir að félagið hafi ekki verið ánægt með leikmanninn sem hafi verið á mjög háum launum. Þá hafi Morrison sjálfur ekki notið sín í Svíþjóð.

Morrison lék eitt sinn fyrir yngri landslið Englands en hann hefur meðal annars leikið fyrir West Ham, Birmingham, QPR, Cardiff og Lazio. Hann er nú í leit að sínu níunda félagi á eðsin sjö árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner