fim 20. júní 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Sarri í jakkafötum og með bindi hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri sat fyrir svörum á fréttamannafundi hjá Juventus í morgun en hann var nýlega kynntur sem nýr stjóri félagsins.

Hjá þessu ítalska stórveldi er hefð fyrir því að aðalþjálfarinn sé snyrtilega klæddur og helst í jakkafötum á hliðarlínunni.

Hinn keðjureykjandi Sarri er þekktur fyrir annað en hann lyfti Evrópudeildarbikarnum með Chelsea í íþróttagalla.

Hjá Juventus gæti hann þurft að breyta um stíl. Á fundinum var hann spurður að því hvort hann yrði áfram í jakkafötum og með bindi?

„Ég mun ræða við félagið. Ég mun að sjálfsögðu klæðast eftir því sem félagið vill þegar ég kem fram fyrir hönd þess. Það mikilvægasta fyrir mig, mann á þessum aldri, er að ég sé ekki sendur nakinn út!" sagði Sarri léttur á fundinum.


Athugasemdir
banner
banner