Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. júní 2019 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PSG býður 30 milljónir evra í „nýja Pirlo"
Sandro Tonali
Sandro Tonali
Mynd: Getty Images
PSG er samkvæmt franska blaðinu, L'Equipe, búið að bjóða 30 milljónir evra í Sandro Tonali, nítján ára miðjumann Brescia.

Tonali hefur verið líkt við Andrea Pirlo, goðsögn hjá AC Milan, og verið kallaður hinn „nýi Pirlo". Pirlo lék á sínum tíma einnig með Brescia og þaðan kemur líkingin.

Tonali vakti áhuga Liverpool í vetur og var félagið orðað við leikmanninn í janúar.

Framtíð Adrien Rabiot hjá PSG hefur verið í deiglunni og PSG er að skoða mögulega arftaka hans.

Tonali hefur spilað 53 leiki fyrir Brescia og skorað í þeim fimm mörk. Hann er í landsliðshópi U21 ára liðs Ítalíu sem leikur nú á EM U21 árs liða sem einmitt er haldið á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner