Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Már: Allt snýst um Evrópukeppnina
Mynd: Eyþór Árnason
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég lenti í borg­inni klukk­an sex í morg­un (í gær) og nú er hún orðin ell­efu um kvöldið. Fyrsti dag­ur­inn er að baki og þetta er búið að vera fínt hingað til. Ég hef ekki séð eða gert mikið en ég hef æft og séð allt í kring­um liðið. Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til þessa," sagði Rún­ar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Rúnar Már skrifaði undir tveggja ára samning við landsmeistarana í Kasakstan, Astana og gengur þar með til liðs við félagið frá Grasshoppers í Sviss.

Astana sem stofnað var árið 2009 hefur unnið deildina í Kasakstan fimm ár í röð hefur leikið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þrisvar sinum hefur liðið leikið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Meðal annars fór liðið í 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið 2017/2018. Það er því greinilegt að Rúnar Már er að fara í gríðarlega sterkt félag á evrópskum grundvelli.

„Allt annað en titillinn er vonbrigði. Liðið vinnur hann á hverju ári og þótt það sé ekki formsatriði, er það krafa. Það er einnig krafa að liðið vinni bikarinn, en það gerist ekki í ár, þar sem liðið er dottið út," sagði Rúnar Már en deildin í Kasakstan er hálfnuð. Astana situr á toppi deildarinnar með 35 stig, þremur stigum meira en Tobol sem er í 2. sæti .

„Í rauninni snýst allt um Evrópukeppnina hérna. Að komast
annaðhvort í riðlakeppnina í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni.
Deildin er eins og hún er og liðið er í efsta sæti, þrátt fyrir að hafa ekki spilað rosalega vel. Ég finn það á fólkinu hérna að allt snýst
um Evrópukeppnirnar og mér líst vel á það,"
sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner