Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Bale ekki hafa staðið undir væntingum
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að Gareth Bale hafi ekki náð að standa undir væntingum hjá spænska stórliðinu.

Bale hefur unnið þrettán bikara síðan hann var keyptur á metfé en þrátt fyrir það segir Calderon að velski landsliðsmaðurinn hafi ekki skilað því sem búist var við.

„Þetta er vandamál. Ég vorkenni leikmanninum. En staðreyndin er sú að hann hefur ekki náð að standa undir væntingum síðan hann kom hingað," segir Calderon.

„Eftir sex ár er staða hans erfið. Zinedine Zidane er ekki með hann á sínu blaði. Það hefur sýnt sig á síðustu tveimur mánuðum eftir að hann tók við. Bale hefur verið á bekknum."

Bale sjálfur vill helst vera áfram í Real Madrid samkvæmt fréttum en spurning er hvort eitthvað félag sé tilbúið að ganga að verðmiða og launakostnaði hans.
Athugasemdir
banner
banner