Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. júní 2019 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Deportivo í kjörstöðu eftir fyrri leikinn gegn Mallorca
Leikið var á Estadio Municipal de Riazor, heimavelli Deportivo, í kvöld.
Leikið var á Estadio Municipal de Riazor, heimavelli Deportivo, í kvöld.
Mynd: Getty Images
Deportivo 2-0 Mallorca
1-0 Federico Cartabia ('37)
2-0 Quique ('79)

Fyrri leikur Deportivo og Mallorca, í umspili um hvort liðið fer upp í La Liga, fór fram í kvöld.

Liðin keppast um það hvort þeirra fylgir Osasuna og Granada upp í efstu deild.

Federico Cartabia kom heimamönnum yfir á 37. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.

Marc Pedraza, varnarsinnaður miðjumaður Mallorca, fékk svo að líta beint rautt spjald fjórum mínútum eftir mark Cartabia.

Mallorca átti ekki skot á mark Deportivo í kvöld. Deportivo nýtti sér liðsmuninn á 79. mínútu þegar Quique skoraði með skoti stöngin inn eftir sendingu frá Carlos Fernandez.

Fleiri urðu mörkin ekki og Deportivo leiðir því 2-0 fyrir seinni leikinn sem fram fer á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner