Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. júní 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að skyggja á það þegar Sarri er kynntur
Mynd: Getty Images
Napoli vonast til að skyggja á kynningu Juventus á nýjum stjóra sínum, Maurizio Sarri, með því að tilkynna félagaskipti James Rodriguez.

Maurizio Sarri var ráðinn til Juventus á dögunum eftir eitt tímabil sem stjóri Chelsea. Þar áður var hann stjóri Napoli.

Sarri verður kynntur til leiks hjá Juventus í dag, en hjá Napoli eru menn ekki sáttir við það að Sarri skyldi taka við Juventus.

Að sögn La Repubblica þá vonast Napoli til að tilkynna um félagaskipti James Rodriguez á sama tíma og Sarri er kynntur. James er sagður vera á leið til Napoli frá Real Madrid á láni.

Kólumbíumaðurinn hefur síðustu tvö ár verið á láni hjá Bayern München en bað félagið um að nýta ekki ákvæði um að kaupa sig.

Stjóri Napoli er Carlo Ancelotti sem vann með James hjá Real og Bayern.

Napoli endaði í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar. Juventus hefur unnið deildina síðustu átta árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner