Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. júní 2020 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Haukar, Njarðvík og Kórdrengir með sigra
Aaron Spear gerði tvö fyrir Kórdrengi.
Aaron Spear gerði tvö fyrir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Mæk unnu Völsung.
Lærisveinar Mæk unnu Völsung.
Mynd: Hulda Margrét
Það eru fjórir leikir búnir í 2. deild karla í dag og voru flest úrslitin eftir bókinni ef svo má segja.

Kórdrengjum er spáð beint upp eftir að hafa komist upp úr 3. deild í fyrra og þeir byrja á öflugum útisigri gegn Víði. Fyrrum vonarstjarna Newcastle, Aaron Spear, skoraði tvennu fyrir Kórdrengi og var Albert Brynjar Ingason auðvitað á skotskónum einnig. Lokatölur voru 3-0 fyrir Kórdrengi.

Haukar, sem féllu úr 1. deild í fyrra, komu til baka gegn Fjarðabyggð eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Hinn efnilegi Kristófer Jónsson jafnaði með góðu skoti og kom Nikola Dejan Djuric svo Haukum yfir. Á Ásvöllum voru lokatölur 2-1 fyrir heimamenn.

Njarðvíkingar, sem féllu ásamt Haukum í fyrra, unnu 3-1 sigur gegn Völsungi á heimavelli. Njarðvík féll úr bikarnum gegn 4. deildarliði Árborg um síðustu helgi, en þeir komu sterkari til baka og unnu góðan sigur í dag.

Þá gerðu Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum jafntefli, 1-1. Brynjar Jónasson klúðraði þar vítaspyrnu undir lokin þar sem hann gat tryggt Þrótturum sigur.

Dalvík/Reynir 1 - 1 Þróttur V.
1-0 Áki Sölvason ('20)
1-1 Brynjar Jónasson ('25)
1-1 Brynjar Jónasson ('87, misnotuð vítaspyrna)

Haukar 2 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Rubén Lozano Ibancos ('11 )
1-1 Kristófer Jónsson ('56 )
2-1 Nikola Dejan Djuric ('60 )
Lestu nánar um leikinn

Víðir 0 - 3 Kórdrengir
0-1 Aaron Spear ('16)
0-2 Albert Brynjar Ingason ('20)
0-3 Aaron Spear ('32)

Njarðvík 3 - 1 Völsungur
1-0 Kenneth Hogg ('40 )
1-1 Arnar Helgi Magnússon ('45 , sjálfsmark)
2-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('54 )
2-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('59 , misnotað víti)
3-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Leikur ÍR og KF er núna í gangi, en hægt er að nálgast textalýsingu frá þeim leik hérna.
Athugasemdir
banner
banner