Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   lau 20. júní 2020 16:24
Daníel Smári Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Frekar leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur, fótboltalega séð. Það var heitt og völlurinn þurr og erfiður. Mér fannst vera lítið flæði í leiknum, KA menn vörðu stigið sitt vel og voru bara með gott leikplan,'' sagði Arnar Gunnlaugsson eftir bragðdautt 0-0 jafntefli við KA í Pepsi Max deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 Víkingur R.

„Við reyndum að spila og mér fannst fyrri hálfleikur ganga betur, fengum þar eitt-tvö dauðafæri. Það hefði róað mannskapinn niður en í seinni hálfleik voru þetta svolítið miklar tafir og eiginlega frekar leiðinlegur fótboltaleikur.''

Arnar hélt áfram:
„Það virðist vera svolítið nýr veruleiki sem Víkingur þarf að sætta sig við þegar við erum mikið með boltann og svona. Við erum með leikna stráka og lið reyna að finna leiðir til að vinna okkur og þá er það oftast í að tefja leikinn finnst mér. Sem er bara fínt, ég finn ekkert að því. En mér finnst að dómarinn megi þá stíga aðeins inn, það vantar smá flæði.''

Leikmenn hafa þurft að æfa öðruvísi og við fordæmalausar aðstæður vegna COVID-19 heimsfaraldursins, hvernig fannst Arnari líkamlegt ásigkomulag leikmanna?

„Það er fínt. Ég sagði alltaf að það tæki 2-3 leiki til þess að komast í gang aftur. Svo fáum við þessa bongóblíðu fyrir norðan og grasvöll fyrir okkur. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá erum við orðnir svolítið gervigraslið og það tekur á líkamann,'' sagði Arnar Gunnlaugsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner