Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Óásættanlegt hvernig við töpum þessum leik
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Nicolas Pepe kom Arsenal yfir á 68. mínútu með glæsilegu marki, en Brighton jafnaði fljótlega síðar. Heimamenn skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma.

„Það er mjög erfitt að sætta sig við þessi úrslit," sagði Arteta. „Það er óásættanlegt hvernig við töpum þessum leik. Við fengum svo mörg færi, gefum þeim svo mark og svo annað mark."

Arsenal er átta stigum frá Meistaradeildarsæti og á liðið í fjórða sæti, Chelsea, leik til góða á Arsenal. Það eru því ansi litlar líkur á því að Arsenal fari í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Litlar sem engar.

„Á þessu stigi fótboltans máttu ekki gefa svona mörk. Við þurfum að endurbyggja hjá félaginu, endurbyggja upp að einhverju sem sæmir félaginu. Ég hugsa samt bara núna um morgundaginn og að vinna næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner