Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. júní 2020 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Brighton með dramatískan sigur á Arsenal
Fyrsti sigur Brighton árið 2020
Frábæri sigur fyrir Brighton.
Frábæri sigur fyrir Brighton.
Mynd: Getty Images
Glæsimark Pepe dugði ekki til fyrir Arsenal.
Glæsimark Pepe dugði ekki til fyrir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 1 Arsenal
0-1 Nicolas Pepe ('68 )
1-1 Lewis Dunk ('75 )
2-1 Neal Maupay ('90 )

Brighton vann dramatískan sigur á Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er ekki að fara stað eftir hléið langa sem var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Bæði lið áttu sína kafla í fyrri hálfleik í Brighton í dag, en seint í fyrri hálfleiknum fór markvörður Arsenal, Bernd Leno, meiddur af velli. Neal Maupay, sóknarmaður Brighton, hoppaði upp í bolta sem Leno var búinn að ná með þeim afleiðingum að Leno meiddist illa. Hann var að minnsta kosti sárkvalinn.

Staðan var markalaus í hálfleik, en á 68. mínútu leiksins náði Arsenal forystunni þegar Nicolas Pepe, þeirra dýrasti leikmaður frá upphafi, skoraði afar fallegt mark.

Markið má sjá hérna í skemmtilegri lýsingu.

Forysta Arsenal var þó ekki langlíf því Brighton jafnaði um hæl. Það gerði varnarmaðurinn Lewis Dunk eftir góða fyrirgjöf. Leikurinn virtist stefna í jafntefli þangað til á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar Neal Maupay skoraði sigurmark eftir gott samspil. Mikil dramatík og fyrsti deildarsigur Brighton árið 2020 staðreynd. Sigurmark Maupay má sjá hérna.

Arsenal er áfram í níunda sæti á meðan Brighton er í 15. sæti. Arsenal er átta stigum frá Meistaradeildarsæti og á liðið í fjórða sæti, Chelsea, leik til góða á Arsenal. Það eru því ansi litlar líkur á því að Arsenal fari í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Litlar sem engar.

Tveir leikir eru eftir í dag.

laugardagur 20. júní
11:30 Watford 0 - 1 Leicester (Síminn Sport)
14:00 Brighton 2 - 1 Arsenal (Síminn Sport)
16:30 West Ham - Wolves (Síminn Sport)
18:45 Bournemouth - Crystal Palace (Síminn Sport)

Önnur úrslit:
England: Glæsileg mörk á lokamínútunum í spennandi hádegisleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner