lau 20. júní 2020 13:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Glæsileg mörk á lokamínútunum í spennandi hádegisleik
Markið var glæsilegt.
Markið var glæsilegt.
Mynd: Getty Images
Watford tókst að jafna metin.
Watford tókst að jafna metin.
Mynd: Getty Images
Watford 1 - 1 Leicester City
0-1 Ben Chilwell ('90 )
1-1 Craig Dawson ('90)

Hann var hádramatískur hádegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn. Leicester fór í heimsókn til Watford í leik sem var bragðdaufur framan af.

Leicester var meira með boltann og stjórnaði ferðinni á meðan Watford reyndi að beita skyndisóknum. Færin voru hins vegar ekki fjölmörg.

Í byrjun seinni hálfleiks varði Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, mjög vel frá Ismaila Sarr og eftir rétt rúman klukkutíma fékk Caglar Soyuncu, miðvörður Leicester, mjög gott tækifæri til að skora, en skalli hans úr dauðafæri fór fram hjá markinu.

Leikurinn virtist ætla að stefna í markalaust jafntefli, en þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom mark. Það gerði bakvörðurin Ben Chilwell fyrir Leicester og var það stórglæsilegt mark. Chilwell hefur verið sterklega orðaður við Chelsea, en hann kom Leicester þarna yfir.

Markið má sjá hérna.

Fjörið var þó ekki búið því Watford jafnaði í uppbótartímanum. Craig Dawson skoraði þá með bakfallsspyrnu og ljóst er að stuðningsmenn Watford hefðu tryllst af fögnuðu ef þeir hefðu verið á vellinum. Þeir trylltust nú líklega heima í stofu líka.

Mark Dawson má sjá hérna. Tvö frábær mörk.

Lokatölur 1-1 eftir æsispennandi lokamínútur. Leicester er áfram í þriðja sæti með 54 stig, en Watford er núna í 16. sætinu með 28 stig. Klukkan 14:00 hefst leikur Brighton og Arsenal. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin þar.

laugardagur 20. júní
11:30 Watford 0 - 1 Leicester (Síminn Sport)
14:00 Brighton - Arsenal (Síminn Sport)
16:30 West Ham - Wolves (Síminn Sport)
18:45 Bournemouth - Crystal Palace (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner