Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. júní 2020 06:00
Fótbolti.net
Enski og íslenski boltinn á X977 í dag
Mynd: Hulda Margrét
Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta sem er í gangi í boltanum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Byrjunin á enska boltanum verður skoðuð. Tryggvi Páll Tryggvason, sérfræðingur um Manchester United, verður á línunni.

Þá verður fjallað um fyrstu leiki Lengjudeildarinnar og hitað upp fyrir 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Siguróli Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA, verður í beinni frá Akureyri þar sem KA og Víkingur R. munu eigast við klukkan 13:30.

Einnig verður rætt við Sindra Snæ Magnússon leikmann ÍA.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner