Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 20. júní 2020 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fram byrjar mótið á þægilegum sigri
Lengjudeildin
Fred skoraði tvö fyrir Fram.
Fred skoraði tvö fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Frederico Bello Saraiva ('15 )
2-0 Frederico Bello Saraiva ('44 )
3-0 Alexander Már Þorláksson ('55 )
Rautt spjald: Jesus Maria Meneses Sabater, Leiknir F. ('71)
Lestu nánar um leikinn

Fram byrjar Lengjudeildina afar vel. Liðið vann þægilegan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Framvelli í Safamýri í dag.

Leiknismenn eru nýliðar í deildinni og er þeim spáð beinustu leið aftur niður á meðan Fram stefnir á að vera í toppbaráttunni.

Þetta var stál í stál til að byrja með, en Fram komst yfir á 15. mínútu og var það Fred Saraiva sem skoraði. „Fred fer illa með varnarmenn Leiknis, keyrir inn í teiginn og leggur boltann undir El-Hage í markinu," skrifaði Sigurður Marteinsson í beinni textalýsingu.

Fred náði svo að skora annað mark fyrir leikhlé og var því staðan ansi vænlega fyrir Fram í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks gerði Alexander Már Þorláksson svo alveg út um leikinn með þriðja marki Fram. Alexander er núna búinn að skora í öllum deildum á Íslandi nema í 4. deild. Frábær sóknarmaður þar á ferðinni, en hann raðaði inn mörkunum með KF í 3. deild í fyrra.

Leiknismenn misstu mann af velli með rautt spjald þegar um 20 mínútur voru eftir og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Fram. Lokatölur 3-0 og er Fram búið að ná í sín fyrstu þrjú stig á þessari leiktíð.

Næsti leikur Fram er útileikur gegn Magna og næsti leikur Leiknis er heimaleikur gegn Þór. Tveir leikir eru í gangi í Lengjudeildinni þessa stundina, en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Leikir sem eru í gangi:
ÍBV - Magni
Víkingur Ó. - Vestri

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner