Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: ÍBV og Víkingur Ó. byrja á þremur stigum
Lengjudeildin
Helgi stýrði ÍBV til sigurs í sínum fyrsta deildarleik með liðið.
Helgi stýrði ÍBV til sigurs í sínum fyrsta deildarleik með liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard skoraði fyrir Ólsara.
Harley Willard skoraði fyrir Ólsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er fyrstu umferð Lengjudeildar karla lokið.

ÍBV, liðið sem allir spá því að fljúgi upp úr Lengjudeildinni, byrjar á sigri gegn Magna, liðinu sem spáð er neðsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. Gary Martin skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung og bætti Guðjón Ernir Hrafnkelsson við öðru marki tíu mínútum síðar.

Gauti Gautason, fyrirliði Magna, fékk á 33. mínútu beint rautt spjald. „Gauti og Víðir hoppa saman upp í skallabolta og lenda saman; þegar Víðir stendur upp og reynir að labba í burtu sparkar Gauti frá sér í maga Víðis með báðum löppum, algjörlega glórulaust," skrifar Víðir Gunnarsson í beinni textalýsingu frá Eyjum.

Eftir rauða spjaldið var eftirleikurinn mjög auðveldur fyrir Eyjamenn, en þeim tókst þó ekki að bæta við mörkum. Lokatölur 2-0 og ÍBV byrjar á sigri rétt eins og Víkingur Ólafsvík.

Lærisveinar Jóns Páls Pálmasonar í Ólafsvík unnu Vestra 2-0 á heimavelli. Gonzalo Zamorano og Harley Willard eru mættir aftur í Ólafsvík eftir stutt stopp annars staðar og þeir skoruðu mörkin í dag í flottum sigri.

Hér að neðan má sjá úrslit og textalýsingar.

ÍBV 2 - 0 Magni
1-0 Gary John Martin ('16 )
2-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('26 )
Rautt spjald: Gauti Gautason, Magni ('33)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 2 - 0 Vestri
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('43 )
2-0 Harley Bryn Willard ('75 )
Lestu nánar um leikinn

Úrslit 1. umferðar:
Þór 2 - 1 Grindavík
Keflavík 5 - 1 Afturelding
Þróttur R. 1 - 3 Leiknir R.
Fram 3 - 0 Leiknir F.
ÍBV 2 - 0 Magni
Víkingur Ó. 2 - 0 Vestri
Athugasemdir
banner
banner