Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 20. júní 2020 17:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikael Nikulásson: Stefnan að spila skemmtilegan fótbolta
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Hulda Margrét
Njarðvíkingar fengu Völsung í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 2.deild karla í dag. Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Völsunga þrátt fyrir að fara jöfn inn í hálfleik en Njarðvíkingar sigldu framúr í þeim síðari og lönduðu góðum 3-1 sigri.

„Fínt að taka þessi þrjú stig hérna, þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur fyrir okkur og við erum búnir að spila frekar illa undanfarið, vorum mjög lélegir þarna á móti Árborg um síðustu helgi í bikarnum og töpuðum bara sanngjarnt þar að mér fannst og við þurftum bara að rífa okkur í gang og þessi leikur var til þess og mér fannst við gera það, við vorum mun betra liðið og þetta var bara sanngjarnt og ég er mjög ánægður að við höfum unnið þetta svona tilturlega sannfærandi." Sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  1 Völsungur

Mikið hefur verið rætt og ritað um tilkomu Mikaels til Njarðvíkur en eins og flestir vita er hann mikilvægur partur af Dr.Football teyminu, einu vinsælasta hlaðvarpi landsins og því kannski meiri pressa og fleirri augu sem beinast að Njarðvíkurliðinu í sumar og því léttir að byrja fyrsta leik á þrem góðum stigum.
„Jájá, við eigum líka þau lið sem er spáð upp Selfoss og Kórdrengi, þeim er spáð upp úr þessari deild, eðlilega kannski með hörkulið bæði en við eigum þau bæði á útivelli í næstu tveimur leikjum, Selfoss á laugardaginn og svo Kórdrengi í kjölfarið í Safamýrinni þannig þess heldur var mjög mikilvægt að komast á blað og við ætlum líka að verja okkar heimavöll og ætlum ekkert að tapa mörgum stigum hér þannig það var mjög mikilvægt að ná þessum þrem stigum fyrir næstu leiki."

Njarðvíkingar hafa átt í smá basli með að verja heimavöllinn síðustu ár en Mikael er bjartsýnn á að breyta því.
„Nei, við þurfum þá að breyta því, ég er ekki alveg með tölfræðina þarna á hreinu en við þurfum að breyta því en auðvitað ætlum við að reyna vinna alla leiki sem við förum í sama hvot þeir séum heima eða úti en við eigum ekki að vera tapa hér að mínu mati mikið af leikjum og vonandi ekki neinum og þetta allavega gekk ágætlega í dag og menn voru að berjast og leggja sig fram sem við höfum kannski ekki verið að gera alveg nógu vel undanfarið en núna var það kannski fyrsti leikurinn sem skipti mjög miklu máli á mjög löngu undirbúningstímabili og búnir að bíða í einhverja átta mánuði eftir þessum leik og svo kom hann og þá allavega sýndu menn að þeir vilja þetta og við unnum sanngjarnt."

„Stefnan í sumar er að spila skemmtilegan fótbolta og auðvitað er stefnum við á að vera í toppbaráttunni, við teljum okkur vera með lið til að vera í toppbaráttunni og ef menn verða með hausinn í lagi þá verðum við þar en það eru allir leikir mjög erfiðir í þessari deild."


Aðspurður um frekari breytingar á hópnum staðfesti Mikael að það er von á Írskum leikmanni sem verður vonandi klár fyrir næsta leik gegn Selfoss.
„Það kemur einn nýr leikmaður í kvöld, Írskur leikmaður sem lendir hérna í kvöld, örvfættur, vinsti bakvörður/kanntur og eftir að hann kemur og verður væntanlega kominn með leikheimild fyrir leikinn á móti Selfoss, vonandi kemst hann vel í gegnum covid testið á Leifsstöð í kvöld, þá ætti hann að vera kominn með leikheimild á móti Selfoss og það verður væntanlega síðasti leikmaðurinn sem við fáum."

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt hér í spilaranum fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner