Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. júní 2020 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil á himinháum launum og vill ekki fara
Powerade
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Man City er tilbúið að leyfa Sane að fara frítt ef Bayern hækkar ekki verðmiða sinn.
Man City er tilbúið að leyfa Sane að fara frítt ef Bayern hækkar ekki verðmiða sinn.
Mynd: Getty Images
Það er rosalegur fótboltadagur framundan en við byrjum hann á slúðrinu.

Mesut Özil (31) vill vera hjá Arsenal síðasta árið af samningi sínum en félagið vill selja hann af fjárhagsástæðum. Samningur Özil rennur út á næsta ári, en hann er að fá 350 þúsund pund í vikulaun. (ESPN)

Manchester City er tilbúið að leyfa Leroy Sane (24) að fara á frjálsri sölu á næsta ári nema að Bayern München bjóði 30 milljónir punda. (Independent)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, neitar því að félagið muni fjármagna kaup á Kai Havertz (21) og Ben Chilwell (23) með því að selja miðjumanninn N'Golo Kante (29). (Guardian)

Lampard segir að Tammy Abraham (22) í kjölfarið á kaupum Chelsea á Timo Werner (24). (Metro)

Sóknarmaðurinn Olivier Giroud (33) segist vilja vinna fleiri titla með Chelsea og að koma Werner sé aukin hvatning fyrir aðra sóknarmenn félagsins. (Guardian)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að það yrði heimskulegt fyrir félagið að slaka á og halda að engin tilboð muni berast í kantmanninn Wilfried Zaha (27) í sumar þrátt fyrir að mörg félög lendi í fjárhagsveseni vegna kórónuveirufaraldursins. (London Evening Standard)

Sean Dyche, stjóri Burnley, ítrekar það að Dwight McNeil (20) verður ekki seldur ódýrt. Talið er að Burnley sé að biðja um 50 milljónir punda fyrir McNeil, sem hefur verið orðaður við Manchester United, Man City, Leicester og Juventus. (Sun)

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves sem á eitt ár eftir af samningi sínum, segist vera tilbúninn að ræða um nýjan samning. (Express & Star)

Sóknarmaðurinn Andy Carroll (31) og bakvörðurinn Javi Manquillo (26) eru nálægt því að skrifa undir nýja samninga við Newcastle. (Shields Gazzette)

Papa Gueye (21), miðjumaður Le Havre í Frakklandi, er búinn að samþykkja að ganga í raðir Watford þegar samningur hans rennur út í sumar, en umboðsmaður hans segir að hann vilji núna ekki fara til Watford. Arsenal hefur gert honum tilboð og er Marseille einnig áhugasamt um hann. (Le Phoceen)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist vera þreyttur á sögusögnum um sína framtíð. Mauricio Pochettino og Rafa Benitez hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Newcastle. (Telegraph)

Everton er komið inn í kapphlaupið um Mohammed Salisu (21), varnarmann Real Valladolid. Manchester United og Southampton eru einnig í því kapphlaupi, en Salisu er með 10 milljón punda riftunarverð í samningi sínum. (Mirror)

Leeds United, topplið Championship-deildarinnar, stefnir á að kaupa leikmenn fyrir 50 milljónir punda ef félagið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner