banner
   lau 20. júní 2020 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Annar þriggja marka sigur HK á KR í röð
Fagnað og fagnað vel!
Fagnað og fagnað vel!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 0 - 3 HK
0-1 Valgeir Valgeirsson ('44)
0-2 Birkir Valur Jónsson ('57)
0-3 Jón Arnar Barðdal ('88)
Lestu um leikinn.

KR tók á móti HK í þriðja og síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. KR var með þrjú stig eftir fyrstu umferð á meðan HK var stigalaust.

KRingar voru líklegri til að byrja með en á 44. mínútu dró til tíðinda. Valgeir Valgeirsson, sem skömmu áður hafði fengið gult spjald fyrir leikaraskap, skoraði þá fyrsta mark leiksins.

„BÆNG!!! Jón Arnar Barðdal rennur honum á Valgeir Valgeirsson sem fær hann hægri megin, keyrir inn á teiginn tekur einföld skæri og BÆNG, skot á nærstöng og Beitir á ekki séns í búrinu Handboltafélagið komið yfir dömur mínar og herrar," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

HK vildi fá víti á 54. mínútu en fengu ekki og uppskar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari liðsins, gula spjaldið fyrir að mótmæla dómgæslunni í því atviki. Skömmu síðar bætti HK við öðru marki. Þar var á ferðinni Birkir Valur Jónsson eftir sendingu frá Valgeiri. Ansi óvænt staða: KR 0, HK 2. Á 68. mínútu varði Sigurður Hrannar Björnsson, Diddi frábærlega. Óskar Örn Hauksson slapp í gegn en Diddi sá við honum.

Á 88. mínútu innsiglaði Jón Arnar Barðdal útisigur gestanna: „ÞEIR KLÁRA LEIKINN. Aron Bjarki með gífurlega slæm mistök og er að leika sér með boltann í öftustu línu og Jón Arnar Barðdal vinnur hann af honum og kemst einn í gegn á móti Beiti og VIPPAR yfir hann. Þvílkt "finish" frá drengnum," skrifaði Arnar í textalýsingunni.

Þetta er í annað sinn í röð sem HK sigrar KR með þremur mörkum því leik liðanna í Kórnum á síðustu leiktíð endaði með 4-1 sigri HK.
Athugasemdir
banner
banner