Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júní 2020 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsti markalausi leikurinn
KA er með eitt stig eftir tvo leiki.
KA er með eitt stig eftir tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 0 - 0 Víkingur R.

Fyrsti markalausi leikurinn í Pepsi Max-deild karla árið 2020 var spilaður á Akureyri rétt í þessu þegar KA og Víkingur R. skildu jöfn og engin mörk voru skoruð.

Báðir markverðir tóku góðar vörslur í fyrri hálfleik, Ingvar gerði vel í að verja skalla frá Ívari Erni og Aron Dagur varði frábærlega frá Óttari Magnúsi í dauðafæri þegar lítið var eftir fyrri hálfleiknum.

Þessi leikur enkenndist af mikilli baráttu og ekki mikið um dauðafæri. Víkingar sóttu meira og KA-menn vörðust þétt í fimm manna varnarlínu.

Óttar Magnús tók aukaspyrnu úr þröngu færi í síðasta leik gegn Fjölni sem hann skoraði úr. Í dag tók hann aukaspyrnu af góðu færi fyrir utan teig sem fór hátt yfir markið. Boltinn vildi ekki í markið í þessum leik og skrifaði Daníel Smári Magnússon á 90. mínútu: „Þetta hefur verið mjög gæðalítið í seinni hálfleik. Steindautt satt að segja."

Lokatölur 0-0 og eru Víkingarnir, sem stefna á að berjast á toppnum, með tvö stig eftir tvo leiki. KA-menn eru með eitt stig.

Það eru tveir aðrir leikir í dag og hefst leikur Gróttu og Vals eftir um 20 mínútur.

Beinar textalýsingar:
15:45 Grótta - Valur
18:00 KR - HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner