Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Þór/KA efst á markatölu
Þór er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Þór er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 4 - 0 ÍBV
1-0 Margrét Árnadóttir ('18 )
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('21 )
3-0 Margrét Árnadóttir ('33 )
4-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('45 )
Lestu nánar um leikinn

Þór/KA fer heldur betur vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna, en liðið rúllaði yfir ÍBV í blíðunni á Akureyri í dag.

Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir á 18. mínútu og stuttu síðar skoraði fyrirliði liðsins, Arna Sif Ásgrímsdóttir, annað markið. Margrét skoraði sitt annað mark á 33. mínútu og er hún nú þegar búin að jafna markafjölda sinn yfir flest mörk skoruð á einu tímabili í Pepsi Max-deildinni, eða tvö mörk.

Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði fjórða mark Þórs/KA fyrir leikhlé og leikurinn í raun og veru búinn. Þór/KA landaði sigrinum í seinni hálfleiknum og lokatölur 4-0.

Þór/KA skellir sér með þessum sigri fyrir ofan Breiðablik, Fylki og Val á markatölu. Þessi lið eru öll með sex stig eftir tvo leiki. ÍBV er með þrjú stig eftir sigur á Þrótti í fyrstu umferð. Þór/KA var fyrir tímabil spáð í neðri hluta deildarinnar í flestum spám, en Akureyrarliðið virðist ætla að blása á þær spár.


Athugasemdir
banner
banner
banner