Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. júní 2020 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Er ekki viss um að Roy Keane hefði varið skotið
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United.
David de Gea, markvörður Manchester United.
Mynd: Getty Images
„Við sýndum góða frammistöðu og ég er svekktur að taka bara eitt stig," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham í gær.

„Við áttum meira skilið. Við byrjuðum of hægt, við vorum mikla meira með boltann en þetta var allt saman of hægt. Við fengum á okkur mark og áttum slæmar fimm mínútur eftir markið, en svo var það bara tímaspursmál hvenær við myndum jafna."

„Hugo Lloris varði frábærlega og við áttum að skora fleiri mörk," segir Solskjær.

Solskjær minntist leiksins á síðasta ári þegar Tottenham var með yfirburði gegn United, en þann leik vann Man Utd 1-0. „Fótbolti er skrýtinn. Á síðasta ári voru þeir með yfirburði í 40 mínútur, í dag vorum við með yfirburði. Frammistaðan er það jákvæða sem við tökum út úr leiknum."

Paul Pogba kom inn á sem varamaður og hann stóð sig mjög vel í leiknum. „Hann er einn af bestu leikmönnum í heimi og það er frábært að fá hann aftur. Hann hefur verið í tíu mánuði í meiðslamartröð. Við viljum klárlega byggja á samstarfi Pogba og Fernandes á miðsvæðinu."

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og fyrrum liðsfélagi Solskjær hjá United, fór mikinn í sjónvarpsútsendingu yfir leikinn. Hann gagnrýndi þá David de Gea og Harry Maguire harðlega fyrir þátt þeirra í fyrra marki Tottenham.

Við því sagði Solskjær: „Roy var stórkostlegur miðjumaður og er góður vinur minn. Ég er ekki viss um að hann hefði verið varið skotið. Boltinn hreyfðist mikið í loftinu."

Manchester United er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner