Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 3. sæti
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 3. sæti
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 3. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karyn Forbes og Victoria Swift voru mjög góðar í fyrra og spila aftur fyrir austan í sumar
Karyn Forbes og Victoria Swift voru mjög góðar í fyrra og spila aftur fyrir austan í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinunn Lilja verður í markinu og með fyrirliðabandið
Steinunn Lilja verður í markinu og með fyrirliðabandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
4. Hamrarnir
5. Sindri
6. Álftanes
7. ÍR
8. Fram
9. Hamar

Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 2. deild

Þjálfari: Björgvin Karl Gunnarsson er á leið inn í sitt annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Fjarðabyggð, Hetti og KR í efstu deild.

Kjarni Fjarðabyggðar/Leiknis/Hattar er svipaður og í fyrra en þó mun muna um minna um brotthvarf Julie Gavorski sem varð markahæst í deildinni í fyrra. Ekki er útilokað að liðið fái til sín leikmann til að freista þess að fylla í hennar skarð en það gæti verið mikilvægt, ætli liðið sér að vera í toppbaráttu.

Lykilmenn: Victoria Swift, Karyn Forbes, Elísabet Eir Hjálmarsdóttir

Gaman að fylgjast með: Rósey Björgvinsdóttir er efnilegur varnarmaður fædd 2004 sem hefur verið að gera það gott að undanförnu. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur út í sterkri 2.deild í sumar.

Við heyrðum í Kalla þjálfara og spurðum út í spánna og sumarið:

„Mér finnst spáin vera lituð af árangri fyrri ára, sem má teljast eðlilegt. Markmið okkar er að gera betur en undanfarin ár og blása lífi í allt starfið kvenna megin. Það á bæði við um frammistöðu og umgjörð í kringum liðið."

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið fyrir austan?

„Það hefur gengið upp og ofan. Hópurinn hefur verið lítill og er núna rétt fyrir mót að koma allur saman. Það er mikill tilhlökkun að sjá hvernig allt smellur saman."

„Deildin verður skemmtileg og spennandi allt til enda. Ég vil hvetja fólk og fyrirtæki til að styðja sín lið,"
sagði Kalli að lokum, spenntur fyrir komandi tímabili.

Komnar:
Barbara Kopacsi frá Einherja

Farnar:
Agnes Stefánsdóttir hætt
Valdís Alla Sigurþórsdóttir hætt
Julie Gavorski hætt
Katrín Pálsdóttir í pásu

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis:
21. júní Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - Fram
27. júní Grindavík - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
5. júlí Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner