Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 20. júní 2020 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Augsburg tryggði sæti sitt - Haaland með tvö
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Haaland skoraði bæði fyrir Dortmund.
Haaland skoraði bæði fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mynd: Mirko Kappes
Næst síðasta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni fór fram í heild sinni þennan laugardaginn. Núna er aðeins lokaumferðin eftir.

Meistararnir í Bayern München slökuðu lítið á þrátt fyrir að vera búnir að tryggja sér meistaratitilinn áttunda árið í röð. Robert Lewandowski skoraði tvennu í 3-1 sigri liðsins á Freiburg.

Bayern hefur gert stórkostlega frá því að Hansi Flick tók við liðinu af Niko Kovac. Bayern er með tíu stiga forystu á Dortmund á toppi deildarinnar. Dortmund vann góðan útisigur á RB Leipzig í dag þar sem Erling Braut Haaland gerði bæði mörkin.

Alfreð Finnbogason og félagar hans í Ausgburg eru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni á næstu leiktíð. Alfreð kom inn á sem varamaður á 79. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Fortuna Dusseldorf í dag. Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður undir lokin hjá botnliði Paderborn sem tapaði 3-1 fyrir Borussia Mönchengladbach. Paderborn er fallið.

Gladbach er í Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina með tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem er í fimmta sæti. Leverkusen tapaði fyrir Hertha Berlín á útivelli, 2-0.

Werder Bremen er í 17. sæti fyrir lokaumferðina, en er tveimur stigum á eftir Fortuna Dusseldorf sem er í 16. sæti. Liðið sem endar í 16. sæti fer í umspil við liðið sem endar í þriðja sæti í B-deild um sæti í úrvalsdeildinni.

Hér að neðan eru öll úrslit næst síðustu umferðarinnar.

Bayern 3 - 1 Freiburg
1-0 Joshua Kimmich ('15 )
2-0 Robert Lewandowski ('24 )
2-1 Lucas Holer ('33 )
3-1 Robert Lewandowski ('37 )

RB Leipzig 0 - 2 Borussia D.
0-1 Erling Haland ('30 )
0-2 Erling Haland ('90 )

Hoffenheim 4 - 0 Union Berlin
1-0 Ihlas Bebou ('11 )
2-0 Andrej Kramaric ('39 )
3-0 Munas Dabbur ('45 )
4-0 Christoph Baumgartner ('68 )

Fortuna Dusseldorf 1 - 1 Augsburg
0-1 Florian Niederlechner ('10 )
1-1 Rouwen Hennings ('25 )

Hertha 2 - 0 Bayer
1-0 Matheus Cunha ('22 )
2-0 Dodi Lukebakio ('54 )

Mainz 3 - 1 Werder
1-0 Robin Quaison ('25 )
2-0 Jean-Paul Boetius ('30 )
2-1 Yuya Osako ('58 )
3-1 Edimilson Fernandes ('85 )

Schalke 04 1 - 4 Wolfsburg
0-1 Wout Weghorst ('16 )
0-2 Wout Weghorst ('57 )
0-3 Kevin Mbabu ('59 )
0-4 Joao Victor ('69 )
1-4 Rabbi Matondo ('70 )

Koln 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Florian Kainz ('45 , víti)
1-1 Bas Dost ('72 )

Paderborn 1 - 3 Borussia M.
0-1 Patrick Herrmann ('4 )
1-1 Sven Michel ('53 )
1-2 Lars Stindl ('55 , víti)
1-3 Lars Stindl ('73 )
Rautt spjald: Uwe Hunemeier, Paderborn ('65)
Athugasemdir
banner
banner