Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 20:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar kom inn á og tryggði langþráðan sigur - Aarhus Fremad býr til spennu í C-deildinni
Viðar Örn kom inn á og tryggði sigur Yeni í dag.
Viðar Örn kom inn á og tryggði sigur Yeni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson er að láni frá Midtjylland hjá Aarhus Fremad.
Elías Rafn Ólafsson er að láni frá Midtjylland hjá Aarhus Fremad.
Mynd: UEFA.com
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn PAOK.
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn PAOK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður hjá liði sínu Yeni Malatyaspor í tyrknesku Super Lig í dag.

Viðar kom inn á 56. mínútu og þá leiddi Yeni með einu marki geg einu. Á 76. mínútu jöfnuðu gestirnir með marki úr vítaspyrnu en tveimur mínútum síðar skoraði Viðar það sem reyndist vera sigurmarkið.

Markið er annað mark Viðars fyrir Yeni en hann gekk í raðir félagsins undir lok janúar-gluggans. Yeni er í 14. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Sigur Yeni var fyrsti sigur liðsins síðan í deildinni á þessu ári. Siðasti deildarsigur kom gegn Besiktas þann 15. desember, ansi langþráð!

Yeni Malatyaspor 2 - 1 Goztepe

Í grísku Ofurdeildinni lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í 3-1 sigri PAOK á OFI Crete í Meistarariðlinum, búið er að skipta deildinni upp í tvo hluta. PAOK er sextán stigum á eftir Olympiakos sem er á toppi riðilsins. Efstu tvö liðin fara í Meistaradeildina.

PAOK 3 - 1 OFI Crete

Í Búlgaríu lék Hólmar Örn Eyjólfsson allan leikijnn í liði Levski Sofia sem heimsótti granna sína í CSKA Sofia í dag. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli og fékk Hólmar að líta gula spjaldið á 57. mínútu. Levski er í þriðja sæti Meistarariðilsins, tólf stigum frá toppsætinu og stigi fyrir neðan CSKA sem situr í 2. sæti.

CSKA Sofia 3 - 3 Levski Sofia

Í Noregi sat Dagur Dan Þórhallsson allan tímann á bekknum þegar Mjondalen gerði 0-0 jafntefli gegn Sarpsborg í Eliteserien, efstu deild.

Mjondalen 0 - 0 Sarpsborg

Í Rússlandi steinlá CSKA Moskva gegn Zenit, 0-4 á heimavelli. Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA og lék fyrstu 65 mínúturnar. Hörður Björgvin Magnússon byrjaði á bekknum og kom inn á í hálfleik. CSKA er í 5. sæti deildarinnar.

CSKA Moskva 0 - 4 Zenit

Að lokum vann Aarhus Fremad, með Elías Rafn Ólafsson milli stanganna, frekar óvæntan heimasigur gegn Helsingor í baráttunni um að komast upp í næstefstu deild í Danmörku.

Helsingor er í toppsætinu en Fremad minnkaði forskotið niður í tvö stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Einungis efsta liðið í deildinni fer upp og er Helsingor áfram í bílstjórasætinu.

Aarhus Fremad 1 - 0 Helsingor


Athugasemdir
banner
banner