Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli segir Lennon ekki hafa verið líkan sjálfum sér
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Steven Lennon byrjar í fremstu víglínu hjá FH gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Svo virðist sem hann og Matthías Vilhjálmsson byrji saman fremstir á vellinum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

„Ég held fyrst og síðast að þeir séu að reyna að koma þessum (Steven Lennon) í gang. Hann hefur valdið vonbrigðum og ekki verið líkur sjálfum sér í sumar fyrir FH," sagði Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Ég held að það sé númer eitt, ástæðan fyrir því að þeir eru að reyna þetta."

Sóknarlega hefur ekki verið mikið að frétta hjá FH í síðustu leikjum en þeir hrista aðeins upp í þessu núna og kemur Lennon meira inn. Hann er búinn að skora þrjú mörk í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Leikir kvöldsins:
16:00 KA - Valur
17:00 Stjarnan - HK
17:00 Fylkir - ÍA
19:15 Breiðablik - FH
19:15 Keflavík - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner