Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. júní 2021 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Sveindís refsaði fyrir skallatennis
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir kom sínu liði á bragðið er Kristianstad vann 2-0 sigur gegn Örebro í Íslendingaslag.

Sveindís skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútur. Markvörður og varnarmaður Örebro voru í alls konar veseni og Sveindís nýtti sér það. Þær fóru eiginlega bara í skallatennis og Sveindís tók ekki í mál að leyfa það bara.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat á bekknum hjá Örebro og skrítið ef hún verður ekki komin í markið í næsta leik, miðað við þetta klaufalega mark.

Sveindís Jane, sem er 20 ára, er núna búin að skora þrjú mörk í sex leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er tiltölulega nýkomin aftur úr meiðslum. Sif Atladóttir byrjaði einnig fyrir Kristianstad og spilaði 56 mínútur. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía var sem fyrr segir á bekknum.

Hægt er að sjá mark Sveindísar hér að neðan en hún lagði einnig upp seinna markið. Flottur leikur hjá henni!


Athugasemdir
banner
banner