Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
50 milljónir fyrir Ronaldo treyjur á fyrsta sólarhringnum
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart þegar hinn 33 ára gamli Cristiano Ronaldo skrifaði undir samning við Juventus fyrr í sumar.

Ítalíumeistararnir borguðu rétt tæplega 112 milljónir evra fyrir Ronaldo sem hefur verið besti knattspyrnumaður heims síðustu tvö ár.

Treyjur merktar Ronaldo voru ekki lengi að mæta í búðir en þær seldust eins og heitar lummur.

Eftir innan við 24 tíma var búið að selja 520 þúsund Ronaldo treyjur fyrir rúmlega 50 milljónir evra, þar sem Juventus treyjur kosta að meðaltali rétt tæplega 100 evrur.

Juventus fær um 10% af tekjunum fyrir treyjusölur þar sem stærsti hlutinn fer til framleiðandans, Adidas.
Athugasemdir
banner
banner
banner