Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. júlí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Áfrýjunin bar árangur - Milan tekur þátt í Evrópudeildinni
Ævintýri Li Yonghong hjá Milan endaði illa fyrir Kínverjann.
Ævintýri Li Yonghong hjá Milan endaði illa fyrir Kínverjann.
Mynd: Getty Images
Fyrr í sumar greindi evrópska knattspyrnusambandið frá því að AC Milan fengi ekki að taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar vegna brota á FFP reglum um fjármálaháttvísi.

Milan tók þetta ekki í mál og setti lögfræðinga sína í málið. Þeir heimtuðu að skoða sambærileg gögn um Manchester City, Inter og Paris Saint-Germain sem hafa verið rekin með svipað miklu tapi og Milan undanfarin ár.

Þá kom í ljós að ástæðan fyrir því að Milan mátti ekki taka þátt í Evrópudeildinni var vegna eigandans, Li Yonghong , sem var keyptur úr félaginu skömmu eftir upprunalega dóminn.

Dómnum var því snúið við í ljósi þess að nýir eigendur hafa tekið yfir félagið.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Fiorentina sem hefði tekið sæti Milan í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner