Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 16:33
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fréttnæm fótboltavika gerð upp á X977
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X977 alla laugardaga milli 12 og 14.

Tómas Þór stýrir þætti morgundagsins en Ingólfur Sigurðsson verður sérstakur gestastjórnandi við hans hlið þesa vikuna.

Meðal annars verður rætt um fyrri helming Inkasso-deildarinnar.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson kemur í spjall un Pepsi-deildina.

Elvar Geir er staddur í sumarfríi á landsbyggðinni en hann verður á línunni og segir frá ferð sinni á áhugaverða viðureign Rosenborg og Vals.

Það er nóg að ræða eftir vikuna! HM í Rússlandi lauk og félagslið Evrópu búa sig undir komandi tímabil. Þá er orðið ljóst að þjálfaraskipti verður hjá landsliðinu en Heimir Hallgríms stígur frá borði eftir frábært starf.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner