Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Þróttur ekki í erfiðleikum gegn Njarðvík
Jasper skoraði fyrsta mark leiksins.
Jasper skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 3 - 0 Njarðvík
1-0 Jasper Van Der Heyden ('47)
2-0 Viktor Jónsson ('52)
3-0 Kristófer Konráðsson ('63)

Þróttur R. fékk Njarðvík í heimsókn í eina leik dagsins í Inkasso-deildinni.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir í síðari hálfleik, þegar boltinn hrökk fyrir Jasper Van Der Heyden. Belginn skoraði en hægt er að setja stórt spurningamerki við Robert Blakala í marki gestanna.

Viktor Jónsson tvöfaldaði forystu Þróttar skömmu síðar þegar hann skallaði hornspyrnu frá Kristóferi Konráðssyni í netið.

Kristófer gerði svo út um leikinn tíu mínútum síðar með góðu skoti eftir sendingu frá Daða Bergssyni.

Meira gerðist ekki og er Þróttur sem fyrr í fimmta sæti, sjö stigum frá toppnum. Njarðvík er í fallbaráttunni með 10 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner