Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City í leikmannavandræðum fyrir tímabilið
John Stones ætlar að koma fyrr úr sumarfríi til að ná leiknum um góðgerðarskjöldinn.
John Stones ætlar að koma fyrr úr sumarfríi til að ná leiknum um góðgerðarskjöldinn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola vann ensku úrvalsdeildina með Manchester City í vor. Hann sagði að stór þáttur í sigrinum hafi falist í að eiga gott undirbúningstímabil þar sem leikmenn náðu að stilla sig á sömu bylgjulengd.

Þetta sumarið er allt öðruvísi þar sem nánast allir leikmenn liðsins tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Leikmenn sem komust í undanúrslit eiga inni frí þar til í ágúst, tæpri viku fyrir fyrsta deildarleikinn sem er á útivelli gegn Arsenal.

Aðrir koma rétt tímanlega fyrir leikinn um enska góðgerðarskjöldinn sem er gegn Chelsea fyrstu helgina í ágúst.

Pep Guardiola segist ekki ætla að reka á eftir mönnum að koma sér úr fríinu og býst við að það taki nokkrar vikur fyrir leikmenn að samstilla sig og koma hausnum á réttan stað. Einhverjir lykilmenn gætu því misst af fyrstu leikjunum.

Liðið er í æfingaferð um Bandaríkin þessa stundina en afar fáir aðalliðsleikmenn eru með í ferðinni. Þar á meðal er Benjamin Mendy, sem vann HM með Frakklandi en spilaði aðeins 40 mínútur.

Hann kom fyrr úr sumarfríinu til að koma sér í stand fyrir næsta tímabil, hann fékk lítið að spila á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Claudio Bravo, Joe Hart, Aymeric Laporte, Riyad Mahrez og Leroy Sane eru einnig með í æfingaferðinni þar sem enginn þeirra var að keppa í Rússlandi. Þá kom Bernardo Silva fyrr úr fríinu til að fara með í ferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner