Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 09:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Marco Silva segir Niasse eiga framtíð hjá félaginu
Niasse verður áfram liðsfélagi Gylfa á næsta tímabili.
Niasse verður áfram liðsfélagi Gylfa á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Marco Silva segir að Oumar Niasse sé í framtíðarplönum sínum og að hann eigi framtíð fyrir sér hjá Everton.

Silva vill meina að Niasse bjóði upp á aðra eiginleika en hinir sóknarmenn liðsins. Niasse er búinn að skora fimm mörk á undirbúningstímabilinu hingað til og kom meðal annars inn af bekknum í æfingarleik liðsins gegn Bury í fyrradag þar sem hann jafnaði metin.

Silva fékk Niasse einmitt á láni til Hull City árið 2017, jafnvel þó að framtíð Niasse hafi verið í óvissu vill stjórinn nota hann á næsta tímabili.

Auðvitað, Niasse er í okkar plönum. Ég skil spurninguna vel, við þurfum að skilja hans fótbolta. Hann er leikmaður sem getur gefið eitthvað annað en hinir leikmennirnir í sömu stöðu,” sagði Silva.

Hann er öðruvísi en allir hinir, þegar þú skoðar Cenk og Calvert-Lewin, Niasse er einfaldlega öðruvísi og á sín augnablik. ”
Athugasemdir
banner
banner
banner